Langvinn andstaða við Magma

Punktar

Samfylkingin þarf ekki að furðast á upphlaupi út af Magma. Oft í vetur hafa Vinstri grænir lýst andstöðu við samninginn. Ríkisstjórnin gerði í september í fyrra samning við Magma um að fara vægar í sakirnar. Magma sveik þann samning í maí á þessu ári og ætti því að vera óalandi og óferjandi. Við það tækifæri ítrekuðu Vinstri grænir, að þeir vildu ekkert með Magma hafa að gera. Í júlí hljóp svo Samfylkingin óvænt út undan sér og myndaði meirihluta hrunflokkanna um staðfestingu á Magma. Þá varð auðvitað allt brjálað. Svindl Samfylkingarinnar er nýtt. Rangt er, að menn séu seint og um síðir að vakna.