Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar

Punktar

Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn við völd, þegar forstjóri Fjármálaeftirlitsins hlífir Landsbakanum? Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn við völd, þegar Magma fær afnotarétt á auðlindum án þess að flytja gjaldeyri inn í landið? Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn við völd, þegar orka er áfram seld til stóriðju á svo tæpu kostnaðarverði, að Landsvirkjun og Orkuveitan ramba á barmi gjaldþrots? Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn við völd, þegar lagatæknar ráðuneytis segja fávísum stóriðjuráðherra, að ekkert sé hægt að gera í vandamálum? Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn við völd, þegar fallið er frá fyrningu kvótagreifa?