Látið ekki svona, kreppubotni er náð. Héðan í frá fer allt upp. Bankarnir eru fullir af fé, er þarf að finna áreiðalega skuldara, sem ekki neita að borga. Atvinnuleysi fer þess vegna minnkandi. Þegar menn tala um, að hjól atvinnulífsins þurfi að fara að snúast, eru þeir að bulla. Þau snúa nánast á fullu nú þegar. Lítið er að marka, þótt óhæfir verktakar fái ekki tækifæri, þeir eiga þau ekki skilið. Efnahagsvandinn felst í of háum skuldum ríkisins. Sem brjálæðingar vilja hækka enn frekar með yfirtöku á tjóni af gengislánum. Ef það verður hindrað, er flest í lagi. Nema krónan, hún er endanlega dauð.