Daglega berast fréttir af vanhæfni Íslendinga. Fólk var í heila viku ekki látið vita af bóðmengun vatns á Eskifirði. Heilbrigðisnefnd Austurlands finnst það þolandi, 200 veiktust. Nýja Landeyjahöfnin er of grunn fyrir Herjólf. Þótt milljarða hafi kostað að búa hana til. Vegagerðinni finnst það smámál, alltaf megi búast við slíku! Evrópsk stofnun kvartar um brunavarnir í Hvalfjarðargöngum. Verður kannski lagað einhvern tíma á næstu árum, segir eigandi. Brunavarnir í göngunum hafa sætt gagnrýni frá upphafi 1997. Væri ekki nær að hafa hér alvörufólk frá Evrópusambandinu til að hafa mál í lagi?