Íslendingar eru of fáir, of heimskir, of tengdir og of þjóðrembdir til að stjórna málum sínum. Hrunið sýnir, að við erum verri en aðrar Evrópuþjóðir. Ekki lentu þær í hruni. Fyrst lentum við í heimasmíðuðu hruni og nú er verið að leggja drög að öðru. Aðrar þjóðir Evrópu voru áður í hliðstæðu rugli, nýlendukúgun, styrjöldum,, trúarofsa og öðru sundurlyndi. Nú er því lokið, Evrópusambandið er nýi tíminn. Bjargálna eru þar orðnar þjóðir á borð við Grikki og Portúgala, sem áður voru staurblankar. Evrópa er leiðin til að forða okkur undan græðgi hákarla, spillingu pólitíkusa og heimsku kjósenda.