Óþolandi er, að helztu bófar hrunsins gangi lausir hér á landi og erlendis. Séu jafnvel í fjögurra síðna drottningarviðtölum við hliðholla fjölmiðla. Séu eigendur helztu fjölmiðlanna og hafi þar á ofan lúðurþeytara til að mæra snilld sína og góðvild. Einn neitar að koma í yfirheyrslu og kemst upp með það. Þrátt fyrir Interpol og Europol og allt það. Við þurfum ítrekað að sæta bulli um, að bankahrunið sé ekki viðkomandi bófa að kenna, heldur einhverjum öðrum. Furðulegast er þó, að hrunverji númer eitt er orðinn aðalritstjóri Málgagnsins. Getum við blóðugir borgunarmenn ekki fengið að vera í friði?