Michels Barniers hjá Evrópusambandinu segir innistæður ekki ríkistryggðar. Það styrkir stöðu Íslands, þótt hann segi Ísland hafa þýtt reglugerð rangt. Evrópusambandið hefði átt að vara Ísland við, ef svo væri. Hins vegar ber sá meiri ábyrgð, sem kemur sér upp lélegri tryggingasjóði en önnur Evrópuríki. Meiri ábyrgð en sá, sem á að vara við. Þess vegna bera Davíð og Geir meiri ábyrgð en Evrópa. Hins vegar má nota þetta atriði í viðræðum. Stinga upp á, að tjóninu verði skipt á málsaðila, 50-50 væri gott. En IceSave fer auðvitað ekki neitt. Davíð og Geir lofuðu að borga. Við neyðumst til að efna það.