Olíuslysið er kapítalisminn

Punktar

Olíuslys British Petroleum á Mexikó-flóa sýnir kapítalismann í hnotskurn. Forstjórar hans æddu fram í taumlausri gróðafíkn. Felldu niður aðgerðir til að halda uppi öryggi. Lokuðu augunum fyrir eyðileggingu umhverfisins. Neita öllum staðreyndum og halda úti almannatengslum, þar sem hvert orð er lygi. Við olíuslysið hefur komið fram, að almennt er öryggi borpalla í ólestri. Við á Íslandi eigum að vara okkur á að flytja inn alþjóðlega kapítalista. Til viðbótar illfyglunum, sem hér heima eru í kvótanum og víðar. Þegar kapítalismi ríkir óheftur, leiðir hann undantekningarlaust til ófarnaðar.