Skrítin afrekaskrá

Punktar

Nokkrir hafa bloggað um ágæti ríkisstjórnarinnar. Ég sé samt þetta: Algeran skort á gegnsæi í stjórnsýslu. Bitlinga fyrir flokksbræður og vini. Óhæfan Seðlabankastjóra í gamla hrokastílnum. Svokallaða faglega ráðherra, sem eru báðir verri en venjulegir ráðherrar. Einkavæðingu tveggja ríkisbanka með áframhaldandi ríkisábyrgð, það er fyrirhugaðri þjóðnýtingu taps. Gerviútgerð á stjórnlagaþingi, sem halda á dagpart í febrúar. Nánast algert getuleysi við að slá botninn í IceSave. Enga þingnefndafundi eða yfirheyrzlur í beinni útsendingu. Ekkert framhald á vinnu sannleiksnefndarinnar. Eru þetta afrek?