Formaður lækna er dóni

Punktar

Birna Jónsdóttir segir heilbrigðisráðherra gera fólk veikt. Með því að fara ekki að kröfum lækna. Birna er formaður læknafélagsins og á í kjarabaráttu við ríkið. Ef ráðherra fer ekki að kröfum hennar, er hann ábyrgur fyrir heilsutjóni! Hverslags rugl er þetta? Hvernig dettur læknum í hug að hafa svona málsvara? Telja þeir, að viðsemjendur sínir séu manndráparar? Samtök lækna geta ekki lýst yfir, að ráðherra verði að fara eftir því, sem þeir heimta, annars sé hann efni í manndrápara. Frekja forréttindastétta hefur löngum gengið út í öfgar, en þessi ummæli læknaformannsins slá fyrri met.