Um gengistryggðu bílalánin hef ég tillögu. Málsaðilar splitti svokölluðum forsendubresti. Bankarnir taki á sig helminginn og viðskiptamennirnir helminginn. Þýðir hálfa seðlabankavexti. Kvótagreifar, fjárglæframenn og óráðsíufólk fái því miður hálfan sigur. Þetta er minn Salómonsdómur. Ég sit svo uppi sem fíflið, er fyrir mörgum árum ráðlagði fólki hástöfum að taka ekki gengislán. En þannig er lífið. það er ekki í eðli sínu réttlátt. Enn síður eru dómar Hæstaréttar réttlátir. En þeir greiða úr deilum. Óráðsían verður að fá að hafa sinn gang, svo að kvótagreifum sé bjargað fyrir horn.