Við fáum einn séns enn

Punktar

Þegar kosið verður til stjórnlagaþings í nóvember, þurfa kjósendur að passa sig. Mega ekki kjósa þangað pólitíkusa eða þá, sem hafa undanfarið tengzt pólitík. Mega ekki kjósa þangað hagsmunaaðila eða þá, sem hafa til skamms tíma tengzt sérhagsmunum. Verða að kjósa fólk utan stjórnmála og hagsmuna. Fólk, sem hefur sýnt þjóðmálum áhuga á annan hátt. Til dæmis Njörð Njarðvík, Kristínu Ingólfsdóttur og Egil Helgason. Við hljótum að geta fundið þrjátíu heiðarlega Íslendinga, sem skara fram úr öðrum. Við höfum staðið okkur illa í öllum kosningum. Fáum þennan eina séns til að reka af okkur slyðruorðið.