Ef stjórnlagaþing skilar af sér stjórnarskrá, mun Alþingi reyna að spilla henni og þynna hana. Alþingi mun líta á niðurstöðu stjórnlagaþings sem matseðil, er Alþingi geti valið af og hafnað öðru. Felst að baki ákvörðunar Alþingis um, að stjórnlagaþingið fái bara tvo mánuði og verði ráðgefandi. Var að kröfu Sjálfstæðisflokksins. Helzta verkefni stjórnlagaþings verður því að vinna gegn þessu pólitíska ofbeldi siðferðilega gjaldþrota Alþingis. Þess vegna ber stjórnlagaþingi að hætta ekki fyrr en stjórnarskrá er orðin að veruleika. Eftir eitt eða tvö ár. Neita að láta segja sér fyrir verkum.