Fæ daglega tækifæri til að furða mig á dálæti bankastjóra á fjárglæframönnum að hætti 2007. Geng um garða á World Class á Seltjarnarnesi, þar sem viðhald er ekkert. Sami drullupollurinn er á gólfinu í tvö ár samfleytt. Sánan er brotin, sturturnar án hausa. Björn Leifsson tímir ekki einu sinni að setja upp skógeymslu. Ég fer þangað samt, því að ég bý í nágrenninu, en skammast mín alltaf fyrir. World Class er bara lítið dæmi um ofstæki bankastjóra, sem ríkið setti inn í stað bankabófanna. Geta ekki með nokkru móti séð, að fjárglæframenn Davíðstímans eru sannanlega óhæfir um að reka fyrirtæki.