Aðlögun er langt komin

Punktar

Aðlögun Íslands að Evrópusambandinu hefur skeiðað árum saman. Aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu felur í sér, að fjöldi manna hefur árum saman þýtt evrópskt regluverk á íslenzku. Að vísu hafa íslenzkir embættismenn lesið regluverkið eins og andskotinn les biblíuna. En samt hafa allar framfarir í stjórnsýslu orðið í kjölfar þýðinga. Aðlögunin heldur áfram, þótt við gerumst ekki aðilar að Evrópusambandinu. Að lokum verður hún nánast 100%. Að öðru leyti en því, að við fáum engan atkvæðisrétt án aðildar. Sem er eins gott, við getum fátt lagt þar fram til góðs, alræmt gerræðisfólk í norðri.