Sama gamla Framsókn

Punktar

Þingmenn Framsóknar hafa loksins ákveðið, hverjir þeir séu. Gamna sér ekki lengur við, að þeir séu nýtt afl með nýjum formanni. Að fortíð flokksins komi þeim ekki við. Fulltrúar hans neituðu í gær að mæla með rannsókn á einkavæðingu banka. Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir hjálpuðu Davíð Oddssyni að selja bankana fyrir skít og kanil. Og útveguðu sínum mönnum einn af þremur bönkunum. Það voru þeir Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson spillingarkóngar. Halldór og Valgerður, Ólafur og Finnur ættu öll að sitja í ævilöngu fangelsi. Framsókn nútímans samsamar sér vel með þeim.