Góður dómur, en lyklalög vantar

Punktar

Niðurstaðan er góð, Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm. Verðtrygging lána er lögleg, þótt gengistrygging sé ólögleg. Því þarf að borga seðlabankavexti, sem fela í sér gengistryggingu. Skuldarar fá leiðréttingu að hluta og bankar fara ekki á hausinn. Enginn reikningur verður sendur börnum okkar, sem verða skattgreiðendur næstu áratuga. Nú vantar ekkert nema IceSave lausn til að fjármál falli í eðlilegan farveg. Samt munu sumir ekki geta greitt af lánum Því þarf Alþingi strax að samþykkja frumvarp Lilju Mósesdóttur um, að fólk geti skilað lyklum að bíl eða húsi og gengið skuldlausir frá viðskiptunum.