Þekking fólks til vandræða

Punktar

Þingmenn eru byrjaðir að túlka leynigögn, sem fólk má ekki sjá. Ólöf Nordal segir leynigögnin staðfesta hennar skoðun á ráðherramálinu. Erfitt er að ræða við hana um það án þess að sjá skjölin. Ólöf getur haldið hverju sem er um málið, án þess að vera gerð afturreka. Þannig vill hún hafa það og þannig vilja aðrir þingmenn hafa það. Vilja taka afstöðu til samstarfsfólks síns og forvera á forsendum, sem almenningi eru huldar. Á endanum fellur Alþingi frá málaferlum gegn ráðherrunum. Á leynilegum forsendum. Almenningur mun hvergi koma nærri. Enda vita þingmenn, að þekking alþýðunnar er bara til vandræða.