Samfylkingin: Ósiðlegt áfall

Punktar

Áfall Samfylkingarinnar vegna fyrirsjáanlegrar ákæru á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er óeðlilegt og ósiðlegt. Almenningur sér, að Samfylkingin stendur með sínum eigin hrunverjum, en ekki með almenningi. Alþingisforseti Samfylkingarinnar lætur Alþingi ráðast á níumenninga, sem lentu í slag við þingverði. Samfylkingin reynir að verja hrunráðherra sína, sem voru í Geirs-rugli þess tíma. Ráðherra Samfylkingarinnar kjassar bankstera og greiðir seint og illa úr fjármálum skuldsettra heimila. Hver er Samfylkingin spyr fólk. Ekki er hún okkar flokkur, enda er hún einmitt kjarni fjórflokksins.