Framsókn hefur ekki aukið fylgi sitt í tíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Samt var það dottið niður úr botninum, þegar hann tók við. Brottfluttir kjósendur treysta honum ekki. Enda er honum ekki treystandi. Þegar heyrist í honum, er hann ævinlega uppi á háa C-i. Fullyrðir nú, að sjötíu milljarðar hafi sparast í vaxtagreiðslum á að semja ekki um IceSave. Vextirnir hverfa ekki, þótt þeir safnist upp. Búið var að semja um, að þeir greiddust eftir á, svo að þeir hefðu ekki verið greiddir, þótt samizt hefði. Skrum formanns Framsóknar fer út yfir allan þjófabálk. Jafnvel kjósendur átta sig á honum.