Fésbók er komin til að vera. Þingmenn eru farnir að rífast þar. Birgitta Jónsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir rífast þar um leyndó í Atlanefnd. Fésbók hefur tekið við sem skoðanamiðillinn. Ekki bara skoðanamiðill hinna smáðu, heldur einnig hinna, sem völdin hafa á Alþingi. Eign á fjölmiðlum skiptir minna máli en áður. Allar skoðanir komast fyrir á fésbók og þar er lífleg umræða. Bezt er samspil fésbókar og bloggs. Stakar fullyrðingar á fésbók hafa tengi í rök í bloggi. Og jafnvel í áratuga gamalt bloggsafn eins og hjá mér. Gömlu fjölmiðlarnir ráða þó enn mestu í fréttum.