Eiríkur Jónsson er fæddur Séð og heyrt ritstjóri. Hefur alla starfsævi haft næmt auga fyrir sérstæðum fréttum af fólki úr daglega lífinu. Raunar einn af beztu blaðamönnum, sem ég hef kynnst. Sér óvenjuleg sjónarhorn og sniðuga orðaleiki á svipstundu. “Bubbi fallinn”, var hans meistarastykki í ögrandi stíl. Var dæmdur út á heimsku ferkantaðra dómara, sem töldu orðskýringu Bubba rétta, þvert á orðabókina. Örsjaldan hafði Eiríkur það, sem betur hljómaði og hafði ég af því nokkurn ama. Hann var í essinu sínu á Séð og heyrt. Ég er sannfærður um, að vandfundinn sé eftirmaður Eiríks Jónssonar.