Matseðill frá stjórnlagaþingi

Punktar

Ekki er hægt að ætlast til, að stjórnlagaþingið verði sammála um allt. Getur vísað nokkrum ágreiningsefnum í eina þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er að segja, ef öflugur minnihluti er á þinginu, til dæmis tíu af þrjátíu. Dæmi um slíkt gæti verið: Aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Afnám bankaleyndar, skjalaleyndar og fundaleyndar. Aðskilnaður ríkis og kirkju. Auðlindir í eigu þjóðarinnar og nýtingarréttur afnuminn. Jafnrétti hópa, til dæmis allt landið eitt kjördæmi. Á velferð heima í stjórnarskrá? Fast hlutverk þjóðaratkvæðis. Stjórnlagaþingið getur boðið þjóðinni ýmsa kosti.