Ríkisstjórninni hefur verið margsagt, að hún verður að ná tökum á brjáluðum yfirmönnum bankanna. Þeir eru búnir að gera nóg af sér og fela sig ævinlega að baki bankaleyndar. Þeir gefa fjárglæframönnum og kvótagreifum milljarða og hengja almenning í gálga. Þeir hafa engan skilning á almennu siðferði og hugsa bara um að hossa vinum, gæludýrum, kvótagreifum og fjárglæframönnum. Ríkisstjórnin þarf að skipta út stjórn og forstjóra Bankasýslunnar og setja inn siðað fólk, sem rekur bófana úr yfirmannastöðum bankanna þriggja. Og bankaleyndina þarf að afnema strax. Ástandið er fyrir löngu orðið óþolandi.