Múslimi friðar kristna

Ferðir

Kirkja hinnar heilögu grafar í Jerúsalem er ein af höfuðkirkjum heimsins, markmið pílagrímsferða. Kristnir söfnuðir deildu öldum saman og börðust jafnvel um stjórn kirkjunnar. Til að koma á friði gaf Tyrkjasoldán árið 1852 út tilskipun. Þar er stjórn kirkjunnar skipt milli safnaða Armena, Grikkja, Kopta, Kaþólikka, Eþiópíumanna og Sýrlendinga. Lyklavöld eru í höndum hlutlauss aðila, múslima. Hann opnar kirkjuna á hverjum morgni. Embættið hefur kynslóðum saman verið á hendi sömu fjölskyldu. Segið svo, að ekki geti verið gagn að múslima til að varðveita friðinn milli kristinna óróa-safnaða.