Áhyggjuefni er, hversu fáir hafa boðið sig fram til stjórnlagaþings. Við verðum að nýta okkur, að stjórnmálaflokkarnir viðurkenndu vangetu sína til að bæta stjórnarskrána. Ný stjórnarskrá kemur að vísu ekki í veg fyrir annað hrun, en hún getur fært þjóðinni sáttmála við sjálfa sig. Því miður eru flokkarnir farnir að láta á sér kræla. Gissur Pétursson úr Framsókn var fyrstur á vettvang, pólitískt ráðið kvígildi í Vinnumálastofnun. Við þurfum ekki slíka frambjóðendur. Við þurfum frambjóðendur, sem eru óflekkaðir af stjórnmálaflokkunum. Nóg er til af góðum, en þeir þurfa að fórna sér í það.