Sumir vilja áfram bankaleynd sem hluta af almennri leynd, er hvílir yfir fjármálum. Vilja til dæmis ekki, að þú getir skoðað fjárhagsstöðu þeirra. Hvað þú hefur í kaup, hvað þú borgar í skatta, hvað þú skuldar, hvað þú átt. Þessar upplýsingar eru til í skrám, en almenningur hefur lakari aðgang að þeim en hagsmunaaðilar. Skattskrár geta þó allir skoðað. Bankaleynd hefur verið svo herfilega misnotuð og er enn, að hún hlýtur að vera dauðans matur. Hugsanlega má setja einhver mörk, til dæmis að afnám peningaleyndar gildi um fyrirtæki fremur en um persónur. Ég styð afnám fjármálaleyndar fyrirtækja.