Ferlegt er, ef ríkissjóður ver 50 milljörðum til að niðurgreiða íbúðalán. Þótt ríkisstjórn Geirs Haarde hafi varið hærri upphæðum í meiri vitleysu, er það engin afsökun fyrir annarri. Ríkið og skattgreiðendur eiga ekki fimmtíu milljarða handa Íbúðalánasjóði. Hvaðan á féð á að koma. Á að leggja niður heilbrigðiskerfið eða skólakerfið? Á að auka skatta um 50 milljarða? Að venju taka menn ekkert mark á staðreyndum, þegar þeir heimta réttlæti fyrir sig. Bankarnir geta að vísu étið það, sem úti frýs, en Íbúðalánasjóður er ríkisbanki, sem rambar á barmi gjaldþrots. Hvaðan eiga peningarnir að koma?