Fjórflokkurinn á 65%

Punktar

Botn Flokksins er 30% fylgi, Samfylkingarinnar 15%, Vinstri grænna 15% og Framsóknar 5%. Fjórflokkurinn getur samtals farið niður í 65% fylgi. Framboð fólksins gæti fengið mest 35%. Besti flokkurinn fékk 35% í Reykjavík. Utan Reykjavíkur er fólk kannski trúrra kvölurum sínum, sem þó er ekki víst. Jón Gnarr fékk þetta allt út á grínið. Ómar Ragnarsson fékk ekkert í síðustu þingkosningum út á alvöruna. Er þó frambærilegasti sonur þjóðarinnar um þessar mundir. Greinilega er þungt að bjóða fram gegn fjórflokknum, þótt Gnarr hafi tekizt það. Menn verða aldeilis að vanda sig næst. Síðasti séns.