Brýnasta verk ríkisstjórnarinnar er að reka alla bankastjóra stóru bankanna og banna afskriftir skulda fjárglæfrabófa og kvótagreifa. Fyrr fæst engin friður til að leysa vandamál heimilanna. Þetta er svo augljóst, að allir skilja nema Jóhanna, Steingrímur og Árni Páll. Að því loknu þarf að finna sannleikann um skuldir heimilanna. Að hve miklu leyti eru þær óráðsía og ábyrgðarleysi, uppáskriftir afa og ömmu. Eða eðlileg afleiðing gengishruns, tekjurýrnunar og verðlækkunar fasteigna. Við búum við óþolandi bankaleynd og skort á upplýsingum á sama tíma og bankastjórarnir sýna þjóðinni fingurinn.