Svavar fréttamaður hefur hirð ónafngreindra og ímyndaðra heimildamanna. Ég talaði við marga lögmenn í dag og þeir segja þetta -er viðkvæði hans í fréttunum. Samt segir námskeið 101 í amerískri blaðamennsku, að heimildamenn eigi að vera nafngreindir. Á sama tíma biðst Ríkisútvarpið afsökunar á viðtali við fyrrverandi vinstri grænan. Virðist ætla að taka upp þann sið að merkja viðmælendur með spjaldi um röð stjórnmálaskoðana sinna gegnum tíðina. Af hverju gildir gegnsæi þá ekki um Svavar? Hvaða rugl er á Ríkisútvarpinu? Setjið þá líka merki á umboðsmenn kvótagreifa og aðra vini fréttastofunnar.