Fjölmiðlungar pirrast út í Eið Svanberg Guðnason málfarsrýni. Vísir.is uppnefnir hann “sjálfskipaðan málfarsráðunaut” í frétt. Þannig eru fréttir orðaðar árið 2010, enginn agi á neinu. Þetta sama agaleysi einkennir texta í fjölmiðlum landsins. “Það er nú frekar erfitt að gera honum til geðs”, segir Andri Ólafsson í fréttinni. Það er rangt hjá Andra. Leiðbeiningar Eiðs eru einfaldar og augljósar. Hroki og heimska ungra fjölmiðlunga hindrar þá í að taka leiðsögn. Og yfirmenn á fjölmiðlum hafa glatað áhuga á að halda uppi snyrtilegu rennsli á tungumálinu. Því fær Eiður daglega nóg að skrifa um.