Þegar ég skuldaði verðtryggð lán, vissi ég, að verðtryggingin var verndun á höfuðstól vegna skorts á alvöru gjaldmiðli. Flestir virðast átta sig á þessu sama. Þeir gera samning við bankann um tilslakanir og eru óbeint í skilum. Þetta eru 88% fólks. Sumir telja hins vegar verðtryggingu vera þjófnað. Láta æsa sig upp í að fara ekki í samninga um tilslakanir. Halda, að mótmæli á Austurvelli muni láta skuldir þeirra gufa upp. Auðvitað fer flest af þessu fólki fyrir rest í gjaldþrot. Æsingar pólitískra plötuslagara munu ekki galdra burt verðbætur á höfuðstól. Því miður eru þúsundir í þessu rugli.