Gallaður umbi og Íbúðalánasjóður

Punktar

Eitthvað meira en lítið er að hjá Íbúðalánasjóði og Umboðsmanni skuldara. Meðan 88% viðskiptamana bankanna eru komin með sín skuldamál í þann feril, að þeir eru taldir standa í skilum. Ekkert gengur hins vegar eða rekur hjá Íbúðalánasjóði þrátt fyrir forskrift ríkisins. Og Umboðsmaður skuldara er bara í áfallahjálp og afgreiðir nánast engin mál. Hann er flöskuhálsinn í kerfinu. Ríkisstjórnin verður að skilja, að Íbúðalánasjóður og Umboðsmaður skuldara eru stjórnlausar ríkisstofnanir. Þar verður umsvifalaust að reka forstjórana og fá aðra, sem kunna að vinna. Hér er um neyðarástand að ræða.