Erfitt fjölþjóðasamfélag

Punktar

Angela Merkel Þýzkalandskanzlari segir fjölþjóðasamfélagið misheppnað. Hún á þá einkum við Tyrki í Þýzkalandi. Víða hefur fjölþjóðasamfélag gengið upp. Að vísu með ákveðnum skilmálum. Nýbúar aðlagast í stórum dráttum, þótt þeir haldi í sumt frá heimalandinu. Eins og Íslendingar í Kanada. Á þessu eru tveir meinbugir, báðir áberandi í Evrópu. Í fyrsta lagi eru glæpamenn þeir fyrstu, sem nota sér opin landamæri. Í öðru lagi eiga sumir múslimar erfitt með að samlagast. Þeir hafa sterka menningarvitund, sem stingur í stúf við vestræna menningarvitund. Því talar Merkel um misheppnað fjölþjóðasamfélag.