Á lokadegi óstjórnar Geirs H. Haarde gaf Einar K. Guðfinnsson ráðherra fimm ára hvalveiðikvóta. Sagði gjaldeyristekjur mundu nema 41 milljón dollara á ári. Þær hafa verið 7 milljón dollarar á tveimur árum, 3,5 milljón á ári að meðaltali, minna en 10%. Það skrítna er svo, að bara 55 tonn hafa verið tollafgreidd í Japan, þótt 501 tonn hafi verið flutt út. Því bíða 446 tonn þar eftir tollafgreiðslu. Heima eru birgðir 2700 tonn og söluhorfur daprar. Engin maður hefur yfir að ráða þolinmóðara kapítali en ídealistinn Kristján Loftsson. Getur hann ekki fengið Einar K. Guðfinnsson til að selja kjötið?