Vilja erlend orkuver

Punktar

Þingeyingar feta í fótspor Suðurnesjamanna. Vilja leyfa útlendingum að eiga orkuver í Þeistareykjum / Gjástykki og álver á Bakka. Misnota alræmdan orðhengilshátt um mun á eignarétti og nýtingarrétti. Ég efast um, að fólk sé sátt við sömu landráð og hjá HS Orku vegna Helguvíkur. Þingeyingar eru þó hættir að tala um súrálsverksmiðju rétt á meðan þjóðin með gullfiskaminnið gleymir ungverska súrálsslysinu. Á sama tíma og stjórnvöld reyna að staga í götin á þjóðarviljanum, reynir græðgisfólk að gefa auðlindirnar. Samsærið er kokkað í Saga Capital, sem skattgreiðendur björguðu frá gjaldþroti.