Hagsmunagæzlumaður bankabófa í ríkisstjórninni brá fæti fyrir frumvarpið um gjaldþrot. Læddi inn klausu, sem gerir bankabófum kleift að rifta tveggja ára frestinum. Ef þeir telja sig hafa af því sérstaka hagsmuni. Þannig er Árni Páll Árnason búinn að eyðileggja hugmyndina um tveggja ára fyrningu á ofurskuldum heimila. Það var honum líkt, versta dragbít velferðar í landinu. Sat heilt ár í stóli félagsráðherra, vanrækti aðgerðir í þágu almennings í kjölfar hrunsins. Réði bankabófa sér til aðstoðar í ráðuneytinu og reyndi að koma þeim fyrir í feitum embættum. Verðlaunaður með embætti bankaráðherra.