Ríkisbankinn greiðir Mogganum meira en hundrað milljónir á mánuði á kostnað skattgreiðenda. Landsbankinn afskrifaði rúmlega fjóra milljarða í fyrra til að gera Davíð Oddssyni kleift að reka málgagn fyrir kvótagreifa. Tap Moggans nam þá hundrað milljónum á mánuði. Það hefur aukizt síðan, því að tólfþúsund áskrifendur sögðu Mogganum lausum á fyrri hluta þessa árs. Ætli mánaðarlegt tap blaðsins fari ekki að nálgast tvöhundruð milljónir. Enn er blaðið rekið á okkar kostnað. Eitt af mörgum dæmum um, að ríkisstjórninni mistókst að koma viti í geðveikan bankarekstur. Sem proppar upp undirmálsfólk landsins.