Tvennt er athyglisvert við yfirvofandi þjóðfund, umræðustjórar hringborðanna og stjórnlaganefndin sjálf. Umræðustjórar stýra umræðum og semja niðurstöðu þeirra. Hver velur þá og hve mikið af útkomunni er frá þeim? Stjórnlaganefnd undirbýr svo þessi gögn í hendur stjórnlagaþingi. Hvernig lætur hún gögnin líta endanlega út? Þjóðfundurinn er ekki bara slembiúrtak þjóðarinnar með misjafna sýn á stjórnarskrá. Er líka valdakerfi með stjórn og starfsmönnum. Ráða stjórn og starfsmenn meiru en úrtakið? Stjórnlagaþing þarf að meta þetta athyglisverða atriði, þegar það fær niðurstöðu þjóðfundar í fangið.