Stafræna samfélagið blómstrar

Punktar

Stafræna samfélagið blómstrar. Fyrir þremur árum einkenndust netheimar af órökstuddum fullyrðingum frumherja. Efst á vinsældalistum voru bloggarar, sem slógu fram fullyrðingum án röksemda. Ég nefni engin nöfn, þeir hafa fallið í skuggann og eru bezt gleymdir. Með meira framboði bloggs eykst lestur á málefnalegum texta. Og ekki gleyma fésbók. Hún hefur farið inn á svið bloggsins. Í fésbók er meira um málefnalega umræðu en í athugasemdum við blogg. Geggjaðir huldumenn spilla bloggumræðu, en á fésbók eru allir nafngreindir. Samtvinnun á bloggi og fésbók er blómstrandi flott samfélag.