Bjó einu sinni á Messdunarodnaja í Moskvu í viku á tíð Jeltsíns. Baka til í anddyrinu var skrifstofa, sem gaf út heimildarmiða fyrir fólk að skrá sig inn á hótelið fremst í anddyrinu. Fékk send föx daglega. Þau komu ekki í box mitt í anddyrinu. Spurðist fyrir og fékk að vita, að föx væru afgreidd á fax-stofunni á níundu hæð. Fór þangað, fékk að vita, að fax væri komið. Fékk A3 skjal til að fara á skrifstofu gjaldkera á fimmtu hæð til að borga dollar á faxið. Fór niður, borgaði dollarinn og fékk A3 kvittun í fjórriti. Fór með kvittunina upp á níundu, fékk faxið, eina síðu A4. Alveg eins í fimm daga.