Efnafræðileg matreiðsla

Veitingar

Datt fyrir nokkrum dögum á fræðsluþátt um El Bulli á erlendri sjónvarpsstöð. Þar var sýnt eitt kvöld í eldhúsi Ferran Adrià, heimsins frægasta kokks. Ég sá hvergi fisk, kjöt eða kartöflur. Allur matur var efnafræðilega höndlaður. Úr vökva var gert hlaup. Úr föstum efnum var gerð froða og vökvi. Eðlisbragð hráefna var einskis metið. Bragð var búið til með bragðefnum. Á fínu máli heitir þetta “molecular gastronomy”. Svo vinsælt, að meira en árs biðlisti var eftir borði á El Bulli. Ég hafna slíkri matreiðslu. Vil finna eðlisbragð hráefna, fiskjar, kjöts, grænmetis, ávaxta, brauðs. Vil náttúrulegt eldhús.