Samkvæmt tölum Hagstofunnar minnkaði landsframleiðsla um tæp 9% í hruninu. Þýðir, að svokölluð hjól atvinnulífsins snúast nú með 91% hraða í samanburði við ofkeyrsluna, sem var fyrir hrun. Munurinn er smotterí, felst í svartri vinnu, skiptivinnu og samhjálp. Fráleit er klisja forstjóra launþegarekenda um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað. Þau eru á fullu. Auðmenn eru á atvinnuleysisbótum. Samt er atvinnuleysi minna en í öðrum auðugum ríkjum. Vandamálin eru næg, þótt ekki sé þyrlað upp þoku um, að hjól atvinnulífsins þurfi að fara að snúast. Notendur þess háttar orðalags eru veruleikafirrtir.