Innan um hismið í fréttum má finna gullkorn, einkum í héraðsblöðum. Bæjarins besta á Ísafirði upplýsir um góðan hag refa. Sveitarfélög hafi skorið niður framlög til refaveiða, sem hafi leitt til fjölgunar refa. Norðan Djúps er náttúran að færast í það horf, sem var fyrir landnám. Refurinn er aftur efstur í fæðukeðjunni. Það er frábært. Merk frétt birtist líka í Sunnlenzka. Hundur ritstjórans uppgötvaði, að hagamúsaholur snúa til suðurs. Þjóðtrúin segir það benda til harðindaveturs. Það er bezta mál, vetur á að vera vetur og sumar á að vera sumar, ekki bara eilíft haust. Héraðsblöð eru ómissandi.