Össur Skarphéðinsson heldur áfram að skammta dylgjur um stríðsyfirlýsingu Íslands gegn Írak. Áður sagði hann embættismenn hafa komið að ferlinu áður en Davíð og Halldór gerðust stríðsglæpamenn. Nú segir hann embættismennina hafa mælt gegn yfirlýsingu þeirra félaga. Hún var gefin út án samráðs við ríkisstjórn og alþingi. Lengra verður ekki gengið í hálfkveðnum vísum. Nú verður Össur umsvifalaust að birta gögnin, sem liggja að baki dylgjunum. Milljón manns hafa fallið í Írak síðan innrásin hófst og óhæfuverk stríðsins eru orðin óteljandi. Mál þetta liggur á þjóðarsálinni og krefst uppgjörs.