Engin merki sjást um, að ríkisstjórnin hyggist breyta arfavitlausu frumvarpi fimmtu herdeildar bankabófanna. Í ríkisstjórninni gætir Árni Páll Árnason hagsmuna bankabófa. Frumvarp bankaráðherrans um fyrningu skulda tveimur árum eftir gjaldþrot fjallar í raun um ekki neitt. Bankabófarnir geta samkvæmt lögunum virkjað kröfur að nýju. Á þetta hef ég bent og ýmsir fleiri. Vinstri ríkisstjórn hér getur gert sama og hægri ríkisstjórn gerði í Bandaríkjunum. Raunar skil ég alls ekki, hvers vegna stjórnin dregst með fimmtu herdeild Árna á bakinu. Stjórnin þegir þunnu hljóði og það er meira en lítið skrítið.