Kirkjan verndar kynóraklerka

Punktar

Samkvæmt tilkynningu biskupsstofu á svokallað fagráð kirkjunnar að fjalla um kynferðisbrot klerka. Biskup vill semsagt ekki, að mál klerka fari fyrir almenna dómstóla. Hann er að verja kynóraklerkana. Það er mjög í stíl við annað hjá lútersku kirkjudeildinni, sem því miður hefur of lengi verið ríkiskirkja. Nú er kominn tími til að slíta strenginn milli ríkis og kirkju. Og einnig kominn tími til að handtaka biskup og fagráð kirkjunnar. Að spyrja þessa aðila um kynóraklerka, sem biskupsstofa hilmir yfir. Fráleitt er, að önnur og mildari lög gildi um kynóra klerka en kynóra annarra Íslendinga.