Við þurfum ekki á því að halda, að lífeyrissjóðir skipi nefnd til að skoða lífeyrissjóði. Höfum slæma reynslu af slíkum skýrslum. Við þurfum hins vegar að fá Sérstakan ríkissaksóknara til að rannsaka sukk sjóðanna í aðdraganda hrunsins. Tap þeirra er miklu meira en þegar hefur komið fram. Enn verra er, að stjórnendur sitja sem fastast. Voru þó hafðir að fíflum af bankabófum og fjárglæframönnum. Úttekt á hruninu verður aldrei fullgerð fyrr en athafnir stjórnenda sjóðanna verða skoðaðar af aðila, sem er þeim alveg óháður. Nefnd sjóðanna verður það aldrei. Ekkert mark verður tekið á niðurstöðu hennar.