Munur Íslands og stórra iðnríkja er, að neyzlan erlendis er mest á innlendum afurðum iðnaðar, en hér á erlendum. Erlendis óttast margir óhóflegan sparnað í kreppu. Telja að hann dragi úr atvinnu. Slíkt gerist í miklu minna mæli hér, til dæmis minnka tekjur í flugi, þegar fólk sparar utanlandsferðir. En í heild er sparnaður ekki eins hættulegur íslenzka hagkerfinu og erlendum hagkerfum. Þess vegna er gott, að fólk spari á íslandi, betra en lektorar í hagfræði fullyrða. Við skulum spara okkur út úr kreppunni, fresta utanferðum og kaupum á innfluttum varningi. Þannig vinnum við okkur út úr kreppunni.